Additionally, paste this code immediately after the opening tag:

Greifinn

Veitingahúsið Greifinn á Akureyri er án efa einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Boðið er upp á fjölbreytt...

Free

Store review

Veitingahúsið Greifinn á Akureyri er án efa einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil þar sem verðlagi er stillt í hóf. Greifinn er tilvalinn fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa sem vilja gera sér glaðan dag yfir mat og drykk.

Markmið Greifans hefur frá upphafi verið að hafa fjölbreytni að leiðarljósi og reka blandaðan veitingastað sem höfðar til allra. Greifinn er byggður á amerískri hugmyndafræði þar sem hröð en jafnframt góð þjónusta er í fyrirrúmi. Þrátt fyrir þetta er lögð áhersla á fjölbreyttan matseðil sem endurnýjaður er reglulega. Á honum má meðal annars finna pizzur, steikur, fiskrétti, pastarétti og tex mex rétti ásamt ýmsum forréttum og eftirréttum. Einnig má finna á Greifanum mikið og gott úrval léttvína sem eru sérvalin af framreiðslumeistara hússins.

Greifinn er fjölskyldustaður af bestu gerð og kappkostar að þjóna sem fjölbreyttustum hópi viðskiptavina. Góð ímynd staðarins er þekkt af þeim fjölda ánægðra gesta sem hafa í gegnum tíðina notið þjónustu Greifans.

Last update

Feb. 16, 2020

Read more